Laugarnesveggurinn.

Laugarnesvegur, Reykjavík.

 

Síðastliðið sumar brunuðu tveir meðlimir TorfuNetverksins, þeir Guðmundur Hrafn og Jón Rafnar, niður í Laugardal og hlóðu vegg!

Veggur þessi var hlaðinn með grjóti og streng að fornum íslenskum sið. Hönnun veggjarins var í höndum Gunnars Óla Guðjónssonar, en Guðjón Kristinsson sá um efnisval.

Hlutverk veggjarinns er að leysa hæðarmun milli lóðar og gangstéttar. Veggurinn sem vísar að götu er í sethæð og bætir þar með u.þ.b. 27 sætum við strætóstoppstöðina á framan við lóðina. 🙂

Inni í lóð myndast spenna með samspili stalla og bogalína sem halda utan um framhlið lóðar og íbúðarhúsið.

Hrósið fá þau Kjartan og Sesselja fyrir að gera sitt af mörkum í bættri götumynd Laugarnesvegar, ásamt því að vera alltaf tilbúin með te, kaffi og bakkelsi!

 

 

Myndir fyrir neðan sýna opnunarhátið ”þjóðlegustu strætóstoppstöðvar Íslands”, þar sem boðið var upp á lúðraþyt, ræðuhöld, veitingar og sólskin!

 

IMG_6408

IMG_6405

IMG_6401

IMG_6397

IMG_6396

IMG_6365

9

2

8

4

10