Hjólastatíf Rvk

A design competition for bike stands and shelters in Reykjavik.

The inspiration for this proposal was the Icelandic shoreline, the final stop in the driftwood’s long journey across the ocean. This was Icelanders source for wood but nowadays it just piles up in the shoreline and then sinks into the soil.
The choice of material refers strongly to Reykjavik history and by referring to these and the forms, the urban space softens and varies.

 

 

Auðvelt er að finna til smæðar sinnar þegar, á leið um strendur Íslands, gengið er fram á ævafornann rekaviðardrumb. Að hálfu sokkinn í grassvörðinn eða sandinn, ormétinn, veðurbarinn og fúavarinn af náttúrunnar hendi eftir áralanga legu í söltum sjónum.

Tillagan felur í sér nýtingu á þessum náttúrulega efnivið sem nú á dögum er nánast ónýttur, en rekaviður er aðalefniviður tillögunnar. Rekinn hefur frá landnámi verið einhver mesta búbót Íslendinga en hefur á síðustu árum misst sess sinn sem smíðaviður landans.

 

Borgarmyndin mýkist nú upp með tilkomu rekadrumba sem vitna með skírum hætti í nálægð og baráttu Íslendinga við vættina og öflin. Einnig er notkun þeirra sterk skírskotun í söguna og landnám í Reykjavík.

Óregluleg og náttúruleg form eru nýtt í borgarmublur og gefa þeim fjölbreytta og skemmtilega mynd þar sem efnisval hefur hvað mest áhrif á hið endanlega útlit.