Kind Íslands

Mikið hefur gengið á niðri við Reykjarvíkuröfn síðustu árin.

Margt gott og sumt miður gott og eitt og annað alls ekki gott. En, að koma heim, eftir nokkurra ára vist erlendis og sjá kindina sloppna er bara ekki hægt! Auðvelt væri að nefna það eitt mesta skipulagsslys Reykjarvíkurborgar síðan “sjoppan þarna” var reist framan við gosflöskur Egils Skallagrímssonar um árið.

Málverkið, eftir Guðmund Thoroddsen, var stórskemmtilegt og hefði án efa sómað sér vel við hlið Hörpunnar. Í dag er þetta líka fallega hús í Tryggvagötunni notað sem auglýsingaspjald.

Réttast væri að fá kindina til baka og ekki seinna en sem fyrst.

TorfuNetVerkurinn hefur unnið tillögu veggskreytingu á framhlið Kolaports þar sem rollan er komin heim, því hvað er Kolaport án rollu? Notast var við sauðkindar frímerkið sem gefið var út árið 1982. Þótt það passlega vel við hæfi þar sem þessi snoppufríða rolla hefur síðasltiðin þrjátíu ár verið heimagangur allra landsmanna og á nú hug okkar allra.

Íslendingar vilja fá rolluna tilbaka!